Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 23:48 Gassama náði til drengsins á einungis nokkrum sekúndum. Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Frakkland Malí Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018
Frakkland Malí Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“