Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 23:48 Gassama náði til drengsins á einungis nokkrum sekúndum. Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Frakkland Malí Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018
Frakkland Malí Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira