Gerð nýrra laga hefst í vikunni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. Vísir/getty Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna