Gerð nýrra laga hefst í vikunni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. Vísir/getty Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira
Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45