Engar formlegar viðræður hafnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:46 Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11