Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Eldsneytisverð hafa bara hækkað síðan verðstríðið hófst, bæði hjá Costco sem og Atlantsolíu og öðrum félögum. Fréttablaðið/Stefán „Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent