Þar segir að kosningarnar um helgina hafi verið „skýr skilaboð frá kjósendum um breytingar og hafa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum meirihluta atkvæða að baki sér. Erum við þess fullviss að samstarf þessara flokka svari kalli kjósenda.“
Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa og fékk fjóra í kosningunum. Samfylkingin missti sömuleiðis einn og fékk einn bæjarfulltrúa. Miðflokkurinn fékk einn, Vinir Mosfellsbæjar fengu einn, Vinstri grænir fengu einn og Viðreisn fékk einn.