Hættuleg öfl Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun