Hættuleg öfl Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun