Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. Vísir/Pjetur Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira