Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 07:47 Ísraelar notuðust við eldflaugar, orrustuþotur og stórskotalið. Vísir/AFP Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19