Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna Baldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. MATS WIBE LUND Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00
Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55