Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna Baldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. MATS WIBE LUND Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00
Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55