Skiptast á árásum í Sýrlandi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 05:00 Mikill viðbúnaður er í bækistöðvum Ísraela í Gólanhæðum nærri landamærum Ísraels og Sýrlands. Vísir/Getty Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna