Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Johannes Hahn hitti Oliveru Lakic á heimili hennar í gær. Vísir/EPA Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira