Finnur Amanda Nunes gamla formið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2018 13:45 Amanda 'The Lioness' Nunes með ljónahúfu í vigtuninni í gær. UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira