Finnur Amanda Nunes gamla formið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2018 13:45 Amanda 'The Lioness' Nunes með ljónahúfu í vigtuninni í gær. UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira