Pálmi Rafn um nýju regluna: „Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí“ Þór Símon Hafþórsson skrifar 12. maí 2018 16:54 Pálmi Rafn Pálmason hefur skorað í öllum þremur leikjum KR til þessa Vísir/Bára „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
„Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira