Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:49 Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“ Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“
Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46