Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:51 Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Kosningar 2018 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Kosningar 2018 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira