Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2018 23:54 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30
Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40