Jákvæðni og dauðinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. maí 2018 09:00 Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun