Rúnar Alex í liði umferðarinnar eftir besta dag lífs síns | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 10:00 Rúnar Alex Rúnarsson gleymir aldrei 11. maí. vísir/getty Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira