Sigurður bæði neitaði og játaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:30 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15