Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 15:35 Gylfi og félagar eru alveg til í að halda ævintýrinu gangandiþ Vísir/Getty Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Sjá meira
Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Sjá meira