Vonarstjarnan laus úr haldi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:40 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/epa Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05