Vonarstjarnan laus úr haldi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:40 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/epa Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05