Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 10:54 Sigur Rós sést hér á tónleikum í maí í fyrra í Alabama í Bandaríkjunum. vísir/getty Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur er um þrjú aðskilin mál að ræða en Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna, vildi ekki tjá sig um hvað felst í stefnunni þegar eftir því var leitað. Málin verða þingfest á föstudaginn í næstu viku. Georg Holm, sem er bassaleikari Sigur Rósar, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum að öðru leyti en því að það tengdist skattamáli hljómsveitarmeðlima sem kom upp fyrr í vetur. Tollstjóri gerði þá kröfu í desember síðastliðnum að eignir meðlima Sigur Rósar yrðu kyrrsettar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á þá kröfu en um var að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna. Þegar Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu hafði það eftir heimildum að kyrrsetningin tengdist meinum skattalagabrotum sem skattrannsóknarstjóri hefði til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag vegna málsins sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur er um þrjú aðskilin mál að ræða en Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna, vildi ekki tjá sig um hvað felst í stefnunni þegar eftir því var leitað. Málin verða þingfest á föstudaginn í næstu viku. Georg Holm, sem er bassaleikari Sigur Rósar, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum að öðru leyti en því að það tengdist skattamáli hljómsveitarmeðlima sem kom upp fyrr í vetur. Tollstjóri gerði þá kröfu í desember síðastliðnum að eignir meðlima Sigur Rósar yrðu kyrrsettar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á þá kröfu en um var að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna. Þegar Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu hafði það eftir heimildum að kyrrsetningin tengdist meinum skattalagabrotum sem skattrannsóknarstjóri hefði til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag vegna málsins sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar.
Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00