Íslendingar heiðraðir fyrir byggingu ársins í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló. Verkís/bygg.no Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira