Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2018 21:30 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira