Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 08:00 Hin ísraelska Netta fagnar úrslitum í Eurovision um helgina. Vísir/epa Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24