Viðsnúningur hjá Högum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 17. maí 2018 08:00 Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. Vísir/eyþór Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. Landsbankinn segir í sínum viðbrögðum að sala Haga hafi verið yfir væntingum á fjórðungnum og að merki séu um að „samkeppnin á matvörumarkaði sé að róast“. Hlutabréf félagsins hækkuðu um sjö prósent í gær sem rekja má meðal annars til þess að stjórnendur telja að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta muni aukast um 21 prósent á yfirstandandi rekstrarári frá fyrra ári og muni nema um fimm milljörðum króna. Til samanburðar gerði Landsbankinn ráð fyrir að sá hagnaður yrði 4.548 milljónir króna. Rekstrarár Haga er frá mars til febrúar.Sjá einnig: Salan minnkaði um 7 milljarða Landsbankinn segir að uppgjör Haga fyrir fjórða ársfjórðung hafi verið undir væntingum. Aftur á móti ef litið sé fram hjá einskiptiskostnaði vegna leigugreiðslna í Holtagörðum, sem nam 445 milljónum króna, hafi uppgjörið verið yfir spá bankans. „Sala og framlegð voru yfir spá okkar og launakostnaður undir því sem við gerðum ráð fyrir á fjórðungnum.“ Landsbankinn reiknaði með að tekjurnar myndu dragast saman um 6,7 prósent en þær drógust saman um 5 prósent. Spá IFS varðandi tekjusamdrátt gekk eftir. Verðhjöðnun er einkum tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs. Hagnaður Haga nam 461 milljón á fjórðungnum og var 31% undir spá Landsbankans og 39 prósent undir spá IFS. Skekkjan helgast fyrst og fremst af einskiptisliðum. IFS vekur athygli á að Högum hafi tekist að halda sama framlegðarhlutfalli á milli ára en það var 24,8% á rekstrarárinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00 Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. Landsbankinn segir í sínum viðbrögðum að sala Haga hafi verið yfir væntingum á fjórðungnum og að merki séu um að „samkeppnin á matvörumarkaði sé að róast“. Hlutabréf félagsins hækkuðu um sjö prósent í gær sem rekja má meðal annars til þess að stjórnendur telja að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta muni aukast um 21 prósent á yfirstandandi rekstrarári frá fyrra ári og muni nema um fimm milljörðum króna. Til samanburðar gerði Landsbankinn ráð fyrir að sá hagnaður yrði 4.548 milljónir króna. Rekstrarár Haga er frá mars til febrúar.Sjá einnig: Salan minnkaði um 7 milljarða Landsbankinn segir að uppgjör Haga fyrir fjórða ársfjórðung hafi verið undir væntingum. Aftur á móti ef litið sé fram hjá einskiptiskostnaði vegna leigugreiðslna í Holtagörðum, sem nam 445 milljónum króna, hafi uppgjörið verið yfir spá bankans. „Sala og framlegð voru yfir spá okkar og launakostnaður undir því sem við gerðum ráð fyrir á fjórðungnum.“ Landsbankinn reiknaði með að tekjurnar myndu dragast saman um 6,7 prósent en þær drógust saman um 5 prósent. Spá IFS varðandi tekjusamdrátt gekk eftir. Verðhjöðnun er einkum tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs. Hagnaður Haga nam 461 milljón á fjórðungnum og var 31% undir spá Landsbankans og 39 prósent undir spá IFS. Skekkjan helgast fyrst og fremst af einskiptisliðum. IFS vekur athygli á að Högum hafi tekist að halda sama framlegðarhlutfalli á milli ára en það var 24,8% á rekstrarárinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00 Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00
Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00
Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00