28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 13:00 Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010. Af átta spjöldum sem leikmenn Kamerún hafa fengið á HM hefur Song fjölskyldan fengið þrjú. vísir/getty Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00