Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2018 13:59 Tryggvi Ingólfsson. Mynd/Arnþór Birkisson Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01