Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 14:56 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí í fyrra en henni var frestað til október. Hún var svo stöðvuð skömmu eftir að hún hófst. Vísir/Vilhelm Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær. Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37