Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitir 55 milljónir í styrki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 15:12 Hæsta styrkinn, 7,5 milljónir, hlaut Margrét Helga Ögmundsdóttir. Mynd/Krabbameinsfélagið Önnur úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands fór fram í dag. Heildarupphæð styrkja var 55,5 milljónir króna en hæsta styrkinn, 7,5 milljónir, hlaut Margrét Helga Ögmundsdóttir. Auglýst var eftir umsóknum um styrki í byrjun febrúar og bárust alls 22 umsóknir, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Eftir umfjöllun Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins ákvað stjórn Vísindasjóðsins að veita að þessu sinni 13 umsóknum styrki. „Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með árlegum fjárframlögum til rannsókna á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn var formlega stofnaður í desember 2015 með framlögum frá Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess. Auk þess runnu minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur inn í sjóðinn.“Hér að neðan má sjá upplýsingar um styrkhafana: Margrét Helga Ögmundsdóttir sameindalíffræðingur hlýtur 7.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í þróun krabbameina.Lýsing: „Verkefnið gengur út á að skilgreina hlutverk frumusjálfsáts í myndun æxla. Við höfum greint erfðabreytileika í frumusjálfsátsgeni, sem hefur áhrif á krabbameinsáhættu. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur og mun gera okkur kleift að skoða virkni þessa erfðabreytileika í krabbameinsfrumum með það að leiðarljósi að bæta meðferðarmöguleika.“Guðrún Valdimarsdóttir sameindalíffræðingur og lektor hlýtur 6.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Samspil TGF-beta-boðleiðarinnar og Thrombospondin-1, áhrif á samskipti æðaþels- og brjóstakrabbameinsfruma.Lýsing á verkefninu: „Þótt batahorfur brjóstakrabbameinssjúklinga séu góðar þá steðjar aðalógnin af mögulegri meinvarpamyndun. Markmið verkefnisins er að skilja í þaula samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma á sameindafræðilegum grundvelli með tilliti til hinnar margslungnu TGF-beta boðleiðar. Sú þekking hefur gífurlegt gildi þegar litið er til meðferðarmöguleika með sértæku sameindalyfi fyrir brjóstakrabbameinssjúklinga til að fyrirbyggja myndun meinvarpa.“Erna Magnúsdóttir sameindalíffræðingur og dósent hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sameindaferlar að baki BLIMP1- og EZH2-miðlaðri lifun í Waldenströmsæxlum.Lýsing: „Um 3 milljónir einstaklinga eru greindir með Waldenströmssjúkdóm á hverju ári í heiminum, en sjúkdómurinn er ólæknandi hægfara krabbamein B-eitilfruma. Í þessu verkefni er ætlunin að kanna genastjórnun og mögulega samverkan stjórnpróteinanna BLIMP1 og EZH2 í Waldenströms-æxlisfrumum, en niðurstöður okkar benda til þess að þættirnir séu nauðsynlegir fyrir lifun frumanna og því möguleg lyfjamörk.“Berglind Eva Benediktsdóttir lyfjafræðingur og dósent hlýtur 5.569.510 kr. styrk fyrir verkefnið Sérhönnuð exósóm í baráttunni gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum.Lýsing: „Exósóm eru nanóbólur sem frumur líkamans losa, m.a. til að flytja skilaboð sín á milli. Hægt er að hanna exósóm til flytja „stór“ lyf eins og líftæknilyf á fyrirfram ákveðinn verkunarstað í líkamanum. Verkefnið miðar að því að breyta brjóstaþekjufrumum þannig að þær losi sérhönnuð exósóm sem hafa sækni í þríneikvæðar brjóstakrabbameinsfrumur og eyði þeim án þess að ráðast á heilbrigðar frumur.“ Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur og prófessor hlýtur 5.560.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk non-coding RNAs í greinóttri formgerð og bandvefsumbreytingu þekjuvefjar í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli.Lýsing á verkefninu: „Illkynja æxlisvöxtur í brjóstkirtli felur í sér að æxlisfrumur þurfa að skríða frá upprunastað sínum og meinvarpast til annara líffæra. Til þess að þetta geti gerst verða æxlisfrumurnar að umbreyta svipgerð sinni á þann hátt að þær öðlist aukinn skriðeiginleika. Í þessu verkefni er verið að rannsaka hvernig RNA-sameindir (noncoding RNA) stýra skriðeiginleikum fruma. Verkefnið mun auka skilning á því hvernig samspil próteina og ncRNA hefur áhrif á skrið fruma í þroskun og krabbameinsmyndun.“Andri Steinþór Björnsson sálfræðingur og prófessor hlýtur 5.220.000 kr. styrk fyrir verkefnið Áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis á andlega heilsu. Lýsing: „Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum er fyrsta rannsóknin sem metur áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu og lífsgæði. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort skimun og greining á forstigi krabbameins hafi langtímaáhrif á andlega heilsu og lífsgæði sem er mikilvæg vitneskja fyrir leitarstöðvar krabbameins í heiminum.“Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk miR-190b í þróun brjóstakrabbameins. Lýsing á verkefninu: „Brjóstakrabbamein sem tjá viðtaka fyrir kvenhormónið östrógen hafa almennt góðar batahorfur. Þó eru konur innan þessa hóps sem svara meðferð illa. Okkar niðurstöður gefa til kynna að yfirtjáning á ákveðinni RNA-sameind, miR-190b, hafi umtalsverð áhrif á batahorfur sjúklinga með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein. Markmið þessa verkefnis er að skilgreina hvers vegna.“Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur hlýtur 4.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Ummyndunaráhrif HER2-yfirtjáningar í krabbameinsframvindu. Lýsing á verkefninu: „Krabbameinsgenið HER2 er yfirtjáð í um þriðjungi brjóstakrabbameina, án þess að hlutverk þess í nýmyndun krabbameina sé að fullu þekkt. Markmið verkefnisins er að yfirtjá HER2 í frumum einangruðum úr heilbrigðum brjóstvef, og kanna áhrif yfirtjáningar með tilliti til frumuumbreytinga. Breytingar á frumunum verða rannsakaðar og æxlismyndunarhæfni í vefjum skoðuð.“Helga M. Ögmundsdóttir læknir og prófessor hlýtur 3.790.000 kr. styrk fyrir verkefnið Skimun fyrir virkni nýsmíðaðra lífrænna tin- og rhodium-sambanda gegn krabbameinsfrumum og skilgreining á verkunarmáta. Lýsing á verkefninu: „Efnafræðilegir eiginleikar málma bjóða upp á fjölbreytta möguleika til smíða á efnasamböndum. Platínulyf gegna mikilvægu hlutverki í krabbameinsmeðferð en þau hafa alvarlegar aukaverkanir og krabbamein mynda ónæmi. Við rannsökum nýsmíðuð lífræn sambönd með tini og rhodium til þessað leiða í dagsljósið ný málmsamböd sem unnt yrði að þróa áfram sem krabbameinslyf.“Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir hlýtur 2.520.000 kr. styrk fyrir verkefnið Miðlægir bláæðaleggir hjá börnum með illkynja sjúkdóma, fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit með fylgikvillum. Lýsing á verkefninu: „Með skráningu fylgikvilla miðlægra bláæðaleggja, sem eru nauðsynlegir fyrir börn með illkynja sjúkdóma, í ítarlegan rauntíma-gagnagrunn auk aftursýnnar rannsóknar til 10 ára verður hægt að bera kennsl á áhættuþætti fylgikvillanna. Það er skýrt markmið að umönnun miðlægra bláæðaleggja hjá íslenskum börnum með illkynja sjúkdóma verði sambærileg og hjá bestu sjúkrahúsum heims.“Erla Kolbrún Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor hlýtur 2.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Þróun meðferðarsamræðna við konur með krabbamein og maka og áhrif samræðna á aðlögun tengda kynlífi og nánd. Lýsing: „Greining og meðferð krabbameins er fyrirséður álagsvaldur í sambandi við kynlíf og nánd og skortur er á rannsóknum um þetta efni. Tilgangur doktorsverkefnisins er að þróa og meta árangur meðferðar fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein í því skyni að efla aðlögun tengda kynlífi og nánd.“Ásgeir Thoroddsen kvensjúkdómalæknir hlýtur 1.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Leghálskrabbamein á Íslandi. Lýsing: „Í rannsókninni verða sjúkragögn allra sem hafa greinst með leghálskrabbamein á Íslandi á síðustu áratugum skoðuð og sjúkdómurinn kortlagður með tilliti til klínískra þátta; einkenni, greining, stigun, meingerð, meðferð og horfur. Að auki verða forstigsbreytingar sem leiddu til krabbameinsins skoðaðar og ferill að greiningu metinn með tilliti til gæða og árangurs leghálsskimunar á Íslandi.“Ragnar Grímur Bjarnason barnalæknir og prófessor hlýtur 400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku, heilsufar, lífsgæði og upplifun á fullorðinsaldri.Lýsing á verkefninu: „Lífslíkur barna og unglinga sem greinast með krabbamein hafa batnað verulega á síðastliðnum áratugum. Upphaflegum sjúkdómi og meðferð geta fylgt síðbúnar afleiðingar sem geta ógnað heilsu fólks eða minnkað lífsgæði. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka vitneskju um síðbúnar afleiðingar í kjölfar krabbameina barna og unglinga. Með meiri þekkingu aukast líkur á að uppgötva síðbúnar afleiðingar snemma, ráðleggja tímabær inngrip og þróa langtíma eftirfylgd í samræmi við þarfir.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Önnur úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands fór fram í dag. Heildarupphæð styrkja var 55,5 milljónir króna en hæsta styrkinn, 7,5 milljónir, hlaut Margrét Helga Ögmundsdóttir. Auglýst var eftir umsóknum um styrki í byrjun febrúar og bárust alls 22 umsóknir, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Eftir umfjöllun Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins ákvað stjórn Vísindasjóðsins að veita að þessu sinni 13 umsóknum styrki. „Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með árlegum fjárframlögum til rannsókna á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn var formlega stofnaður í desember 2015 með framlögum frá Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess. Auk þess runnu minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur inn í sjóðinn.“Hér að neðan má sjá upplýsingar um styrkhafana: Margrét Helga Ögmundsdóttir sameindalíffræðingur hlýtur 7.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í þróun krabbameina.Lýsing: „Verkefnið gengur út á að skilgreina hlutverk frumusjálfsáts í myndun æxla. Við höfum greint erfðabreytileika í frumusjálfsátsgeni, sem hefur áhrif á krabbameinsáhættu. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur og mun gera okkur kleift að skoða virkni þessa erfðabreytileika í krabbameinsfrumum með það að leiðarljósi að bæta meðferðarmöguleika.“Guðrún Valdimarsdóttir sameindalíffræðingur og lektor hlýtur 6.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Samspil TGF-beta-boðleiðarinnar og Thrombospondin-1, áhrif á samskipti æðaþels- og brjóstakrabbameinsfruma.Lýsing á verkefninu: „Þótt batahorfur brjóstakrabbameinssjúklinga séu góðar þá steðjar aðalógnin af mögulegri meinvarpamyndun. Markmið verkefnisins er að skilja í þaula samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma á sameindafræðilegum grundvelli með tilliti til hinnar margslungnu TGF-beta boðleiðar. Sú þekking hefur gífurlegt gildi þegar litið er til meðferðarmöguleika með sértæku sameindalyfi fyrir brjóstakrabbameinssjúklinga til að fyrirbyggja myndun meinvarpa.“Erna Magnúsdóttir sameindalíffræðingur og dósent hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sameindaferlar að baki BLIMP1- og EZH2-miðlaðri lifun í Waldenströmsæxlum.Lýsing: „Um 3 milljónir einstaklinga eru greindir með Waldenströmssjúkdóm á hverju ári í heiminum, en sjúkdómurinn er ólæknandi hægfara krabbamein B-eitilfruma. Í þessu verkefni er ætlunin að kanna genastjórnun og mögulega samverkan stjórnpróteinanna BLIMP1 og EZH2 í Waldenströms-æxlisfrumum, en niðurstöður okkar benda til þess að þættirnir séu nauðsynlegir fyrir lifun frumanna og því möguleg lyfjamörk.“Berglind Eva Benediktsdóttir lyfjafræðingur og dósent hlýtur 5.569.510 kr. styrk fyrir verkefnið Sérhönnuð exósóm í baráttunni gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum.Lýsing: „Exósóm eru nanóbólur sem frumur líkamans losa, m.a. til að flytja skilaboð sín á milli. Hægt er að hanna exósóm til flytja „stór“ lyf eins og líftæknilyf á fyrirfram ákveðinn verkunarstað í líkamanum. Verkefnið miðar að því að breyta brjóstaþekjufrumum þannig að þær losi sérhönnuð exósóm sem hafa sækni í þríneikvæðar brjóstakrabbameinsfrumur og eyði þeim án þess að ráðast á heilbrigðar frumur.“ Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur og prófessor hlýtur 5.560.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk non-coding RNAs í greinóttri formgerð og bandvefsumbreytingu þekjuvefjar í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli.Lýsing á verkefninu: „Illkynja æxlisvöxtur í brjóstkirtli felur í sér að æxlisfrumur þurfa að skríða frá upprunastað sínum og meinvarpast til annara líffæra. Til þess að þetta geti gerst verða æxlisfrumurnar að umbreyta svipgerð sinni á þann hátt að þær öðlist aukinn skriðeiginleika. Í þessu verkefni er verið að rannsaka hvernig RNA-sameindir (noncoding RNA) stýra skriðeiginleikum fruma. Verkefnið mun auka skilning á því hvernig samspil próteina og ncRNA hefur áhrif á skrið fruma í þroskun og krabbameinsmyndun.“Andri Steinþór Björnsson sálfræðingur og prófessor hlýtur 5.220.000 kr. styrk fyrir verkefnið Áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis á andlega heilsu. Lýsing: „Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum er fyrsta rannsóknin sem metur áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu og lífsgæði. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort skimun og greining á forstigi krabbameins hafi langtímaáhrif á andlega heilsu og lífsgæði sem er mikilvæg vitneskja fyrir leitarstöðvar krabbameins í heiminum.“Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk miR-190b í þróun brjóstakrabbameins. Lýsing á verkefninu: „Brjóstakrabbamein sem tjá viðtaka fyrir kvenhormónið östrógen hafa almennt góðar batahorfur. Þó eru konur innan þessa hóps sem svara meðferð illa. Okkar niðurstöður gefa til kynna að yfirtjáning á ákveðinni RNA-sameind, miR-190b, hafi umtalsverð áhrif á batahorfur sjúklinga með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein. Markmið þessa verkefnis er að skilgreina hvers vegna.“Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur hlýtur 4.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Ummyndunaráhrif HER2-yfirtjáningar í krabbameinsframvindu. Lýsing á verkefninu: „Krabbameinsgenið HER2 er yfirtjáð í um þriðjungi brjóstakrabbameina, án þess að hlutverk þess í nýmyndun krabbameina sé að fullu þekkt. Markmið verkefnisins er að yfirtjá HER2 í frumum einangruðum úr heilbrigðum brjóstvef, og kanna áhrif yfirtjáningar með tilliti til frumuumbreytinga. Breytingar á frumunum verða rannsakaðar og æxlismyndunarhæfni í vefjum skoðuð.“Helga M. Ögmundsdóttir læknir og prófessor hlýtur 3.790.000 kr. styrk fyrir verkefnið Skimun fyrir virkni nýsmíðaðra lífrænna tin- og rhodium-sambanda gegn krabbameinsfrumum og skilgreining á verkunarmáta. Lýsing á verkefninu: „Efnafræðilegir eiginleikar málma bjóða upp á fjölbreytta möguleika til smíða á efnasamböndum. Platínulyf gegna mikilvægu hlutverki í krabbameinsmeðferð en þau hafa alvarlegar aukaverkanir og krabbamein mynda ónæmi. Við rannsökum nýsmíðuð lífræn sambönd með tini og rhodium til þessað leiða í dagsljósið ný málmsamböd sem unnt yrði að þróa áfram sem krabbameinslyf.“Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir hlýtur 2.520.000 kr. styrk fyrir verkefnið Miðlægir bláæðaleggir hjá börnum með illkynja sjúkdóma, fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit með fylgikvillum. Lýsing á verkefninu: „Með skráningu fylgikvilla miðlægra bláæðaleggja, sem eru nauðsynlegir fyrir börn með illkynja sjúkdóma, í ítarlegan rauntíma-gagnagrunn auk aftursýnnar rannsóknar til 10 ára verður hægt að bera kennsl á áhættuþætti fylgikvillanna. Það er skýrt markmið að umönnun miðlægra bláæðaleggja hjá íslenskum börnum með illkynja sjúkdóma verði sambærileg og hjá bestu sjúkrahúsum heims.“Erla Kolbrún Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor hlýtur 2.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Þróun meðferðarsamræðna við konur með krabbamein og maka og áhrif samræðna á aðlögun tengda kynlífi og nánd. Lýsing: „Greining og meðferð krabbameins er fyrirséður álagsvaldur í sambandi við kynlíf og nánd og skortur er á rannsóknum um þetta efni. Tilgangur doktorsverkefnisins er að þróa og meta árangur meðferðar fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein í því skyni að efla aðlögun tengda kynlífi og nánd.“Ásgeir Thoroddsen kvensjúkdómalæknir hlýtur 1.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið Leghálskrabbamein á Íslandi. Lýsing: „Í rannsókninni verða sjúkragögn allra sem hafa greinst með leghálskrabbamein á Íslandi á síðustu áratugum skoðuð og sjúkdómurinn kortlagður með tilliti til klínískra þátta; einkenni, greining, stigun, meingerð, meðferð og horfur. Að auki verða forstigsbreytingar sem leiddu til krabbameinsins skoðaðar og ferill að greiningu metinn með tilliti til gæða og árangurs leghálsskimunar á Íslandi.“Ragnar Grímur Bjarnason barnalæknir og prófessor hlýtur 400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku, heilsufar, lífsgæði og upplifun á fullorðinsaldri.Lýsing á verkefninu: „Lífslíkur barna og unglinga sem greinast með krabbamein hafa batnað verulega á síðastliðnum áratugum. Upphaflegum sjúkdómi og meðferð geta fylgt síðbúnar afleiðingar sem geta ógnað heilsu fólks eða minnkað lífsgæði. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka vitneskju um síðbúnar afleiðingar í kjölfar krabbameina barna og unglinga. Með meiri þekkingu aukast líkur á að uppgötva síðbúnar afleiðingar snemma, ráðleggja tímabær inngrip og þróa langtíma eftirfylgd í samræmi við þarfir.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira