Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði.
Bankinn tilkynnti í gær að efnt yrði til útboðs á hlutabréfunum og þau síðan skráð í Nasdaq-kauphöllina hér á landi og í Stokkhólmi.
Fjárfestingarbankasvið Arion banka og stórbankarnir Carnegie, Citigroup og Morgan Stanley verða leiðandi umsjónaraðilar með útboðinu.
