Trump reynir að lægja öldurnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00