Innlent

Tveir kippir í Bárðarbungu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar
Tveir skjálftar, báðir meira en þrjú stig, mældust í Bárðarbungu síðdegis í gær. Að sögn jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni voru þeir 3,7 og 4 að stærð og riðu yfir með um fjögurra mínútna millibili, klukkan 15:56 og svo aftur klukkan 16:00.

Skjálftar af þessari stærð hafa mælst með reglulegu millibili við Bárðarbungu síðustu mánuði og því ekki endilega til marks um gosóróa. Þannig mældist til að mynda skjálfti upp á 4,3 stig undir lok síðastliðins marsmánaðar.

Skjálftarnir í Bárðarbungu voru þó ekki það eina sem mældist á mælum Veðurstofunnar í gær. Skjálfti af stærðinni 2,5 er jafnframt sagður hafa riðið yfir í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá Herðubreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær.


Tengdar fréttir

Skjálftar í Bárðarbungu

Tveir skjálftar mældust í Bárðarbungu á tíunda tímanum í morgun. Báðir voru suð- eða suðaustur af Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×