Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. maí 2018 21:30 Margt brennur á fólki þegar kemur að grunnþjónustunni í sveitarfélögum landsins. Vísir/Egill Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. Þá er það einnig verkefni sveitarstjórna að þrýsta á ríkið og sinna nokkurs konar hagsmunagæslu fyrir sitt sveitarfélag, þegar það kemur til dæmis að samgöngumálum og heilbrigðisþjónstu.Fleiri flutt í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir Viðsnúningur í íbúaþróun úti á landi hefur lagt ný verkefni á herðar sveitarstjórna en eftir til dæmis mikla fólksfækkun síðustu áratugi er Ísfirðingum aðeins farið að fjölga á ný. Nú er því von um að grunnskólinn á Ísafirði fari að fyllast af börnum. „Hér þarf að byggja við eina deild við leikskólann því börnum hefur fjölgað og það er það sem við viljum sjá,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði. Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð, segir að sveitarfélagið hafi verið að glíma við ýmis jákvæð verkefni varðandi uppbyggingu og íbúafjölgun. Þá segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, að það hafi í raun fleiri flutt í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. „Það voru vaxtaverkir. Það fluttu í rauninni mun fleiri í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð og það kom leiðindatímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla,“ segir Hilda Jana. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg, segir fjölgun íbúa gleðiefni. Það fylgi því þó áskoranir. „Það er auðvitað gleðilegt hvað það er að fjölga íbúum en við verðum að geta tekið á móti þeim, menn hafa sofið á verðinum hvað það varðar.“Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir að margir séu óþreyjufullir og vilji að meira sé gert í íþrótta-og æskulýðsmálum.Vísir/stöð2Þarf að auka möguleika til menntunar Á Hornafirði er síðan kennaraskortur. „Síðan er það kennaraskortur. Menntaðir kennarar og leikskólakennarar eru að fara til annarra starfa, jafnvel ferðaþjónustu,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði. Sveitarfélögin leggja kapp á að halda ungmennunum sínum í bænum sem lengst. „Við eigum ekki í vandræðum með að laða til okkar ungt fólk. Til dæmis eftir að við tókum upp samstarf við strætó um almenningssamgöngur er miklu auðveldara að stunda nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði. Til þess að halda í ungmennin þarf vissulega að auka möguleika til menntunar en einnig aðra þjónustu. „Ég finn fyrir því að það vantar líkamsrækt þegar það er verið að fara að loka einu líkamsræktinni á Ísafirði,“ segir Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Ísfirðingur. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir marga óþreyjufulla að fá meira inn í sína málaflokka, til dæmis til íþrótta-og æskulýðsmála. Hann segir það eðlilegt en fyrst núna er hægt að spýta í á ákveðnum stöðum.Kristbjörg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Austurfrétt á Reyðarfirði, segir lykilatriði að ná því í gegn að innanlandsflugið verði að almenningssamgöngum.vísir/stöð2Lykilatriði að innanlandsflug verði að almenningssamgöngum Á meðan sum sveitarfélög mega hafa sig öll við í að halda grunnþjónustunni uppi á meðan íbúum fjölgar mikið mega önnur keppast við að halda grunnþjónustu uppi fyrir of fáa íbúa. Þannig eru 23 nemendur í leik-og grunnskólanum á Stöðvarfirði. „Þeim hefur fækkað svolítið hratt undanfarið. Við vorum 30 fyrir tíu árum síðan og 50 fyrir 20 árum. Það vantar yngra fólk, það er bara staðreynd, og atvinnutækifærum hefur fækkað,“ segir Jónas E. Ólafsson, skólastjóri á Stöðvarfirði. Atvinnutækifæri. Það er sama hvort íbúum fjölgi eða fækki. Fjölbreytt atvinna er grundvöllur þess að byggja upp gott samfélag og í mörgum sveitarfélögum kalla heimamenn eftir því að atvinnulífið sé eflt. Samgöngumálin eru síðan mjög mörgum ofarlega í huga enda stækka þær atvinnusvæðið, laða að íbúa, auka framboð þjónustu með samstarfi nágrannasveitarfélaga og bæta öryggi þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Fjarðarheiðagöng, Kjalarnesvegur, innanlandsflug, Teigsskógur. Samgöngur eru á allra vörum. „Það eru fyrirtæki sem hafa sýnt áhuga á að koma hingað en treysta ekki samgöngunum. Þetta er undirstaða alls,“ segir Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður á Seyðisfirði. „Við erum sífellt að herja á stjórnvöld og skila okkur inn í 21. Öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg, oddviti Sjálfstæðisflokka og óháðra, í Vesturbyggð. Kristbjörg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Austurfrétt á Reyðarfirði, segir lykilatriði að ná því í gegn að innanlandsflugið verði að almenningssamgöngum. „Því þetta er bara ekki hægt. Við erum að borga svona 17-25 þúsund krónur aðra leiðina.“ Oddvitar flokkanna þriggja sem bjóða fram í Vestmannaeyjum eru sammála um að ekki verði unað við stopular samgöngur. „Við sem búum hérna erum komið með upp í kok af því hvernig samgöngurnar hafa verið. Okkur finnst okkur ekki hafa verið sinnt,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að það sé til skammar fyrir íslenska ríkið að haga málum þannig að Íslendingar þurfi að fæðast í Reykjavík.Vísir/stöð2Til skammar að Íslendingar þurfi að fæðast í Reykjavík Erfiðar samgöngur hafa svo bein áhrif á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega þar sem illa gengur að halda þjónustunni uppi. Í Vesturbyggð þurfa íbúar til að mynda að fara langa leið eftir læknisþjónustu, jafnvel þótt það sé sjúkrahús á Patreksfirði. Er það vegna þess að ekki fást sérfræðingar til starfa. Þannig er staðan víðar um land. „Það hafa nú fæðst börn í eyjum en mikið færri en við vildum. Mér þykir það hreinlega til skammar fyrir íslenska ríkið að haga málum þannig að Íslendingar skuli þurfa að fæðast í Reykjavík. Það er ekki leggjandi á fleiri börn en fyrir var,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hagsmunagæsla er því eitt mikilvægasta hlutverk sveitarstjórna og mögulega stærsta áskorunin. „Það er sérstakt að helstu kosningmálin hérna eru á forræði. Ég hef stundum líkt því að vera í bæjarstjórn við það að vera ísjaki. Það er svona 10 prósent sem er á yfirborðinu og 90 prósent sem gerist undir vatninu,“ segir Daníel, oddviti Sjálfstæðismanna á Ísafirði. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð, segir að sveitarfélög þurfi að taka sig saman í að berjast fyrir þeim málum sem snúa að ríkinu. Hagsmunagæslan snýr fyrst og fremst að aðgengi að mikilvægri grunnþjónustu. „Og flugið er þar algjört lykilatriði og þar verður krepptur hnefinn á næstunni,“ segir Elliði, bæjarstjóri í Eyjum. Til að auðvelda aðgengi þarf síðan betri samgöngur. „Við erum búin að vera að tala við ráðamenn og hljótum afskaplega lítinn hljómgrunn,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans á Ísafirði.Samgöngumál eru Páli Björgvin Guðmundssyni, bæjarstjóra á Reyðarfirði, hugleikin.vísir/stöð2Sveitarfélagið Fjarðarbyggð er orðið ansi víðfemt eftir sameiningu sem kallar á betri samgöngur milli byggðarkjarna. „Sveitarfélögin hérna hafa stofnað með sér fyrirtæki sem heitir Strætisvagnar Austurlands og þetta sveitarfélag hlýtur að setja á oddinn að skipuleggja samgöngur enn betur svo fólk geti farið á mili staða og nýtt betur þá þjónustu sem er í gangi því það er ekki hægt að hafa allt alls staðar,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri á Reyðarfirði. Eftir að mörg samfélög misstu lífæð sína, sjómennsku og fiskvinnslu, þarf að róa á önnur mið og þá érstaklega þar sem ferðaþjónusta hefur ekki skotið rótum. Fyrir vestan hefur laxeldi glætt Suðurfirði lífi og beðið er eftir leyfi til að fara í laxeldi í Djúpinu. „Það varð algjör viðsnúningur á samfélaginu þegar eldið byrjaði þar og ég held að fólk á norðursvæðinu sé að bíða og vona að það verði raunin hérna líka,“ segir Þorsteinn Másson, starfsmaður Arnarlax í Bolungarvík. En sama hvort ferðaþjónusta dafni eða ekki þá vantar víða sérfræðistörf. „Þetta hefur lengi verið láglaunasvæði, þjónustusvæði, þjónusta ferðaþjónustu og iðnað. Þannig að það þarf að laða fyrirtæki hérna að, sérstaklega á Selfoss, svo fólk fái störf við sitt hæfi,“ segir Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, í Árborg.Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, vill bæði endurskoða skjaldskrár og bæta þjónustu. Það yrði til þess laða að fjölskyldufólk.vísir/stöð2Áskoranir sveitarfélaga snúast um að byggja sem hæsta þjónustustigið með tilheyrandi hagsmunagæslu því markmiðið er alltaf að fjölga íbúum. „Ég vil sjá fleiri íbúa. Ég vil sjá fjölgun í sveitarfélaginu og þar af leiðandi hærra þjónustustig því hver íbúi sem er með lögheimili í sveitarfélaginu skilar x tekjum í sveitasjóð sem býður upp á fleiri tækifæri fyrir heildina og bætta þjónustu,“ segir Alex Sæland sem skipar 3. sæti Þ-listans í Bláskógabyggð. Áskorunum sveitarfélaga hefur víða verið mætt með sameiningum. Á Austfjörðum er mikið rætt um frekari möguleika á slíku. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans í Fljótsdalshéraði, segir að það myndi styrkja allt svæðið og gera það að einu stærra og betra atvinnusvæði. Nú þegar með sameiningu Breiðdalsvíkur við Fjarðarbyggð hefur verið ákveðið að sameina grunnskólana í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði en með það að markmiði að vaxa er reynt að höfða til barnafólks í mörgum sveitarfélögum. „Það sem við erum með á prjónunum er að lækka beinan kostnað foreldra af skólagöngu barna sinna,“ segir Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð, tekur í svipaðan streng. „Einnig viljum við fara í það að bæta þjónustu og þar með talið endurskoða gjaldskrár. Til að mynda ætlum við að lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk.“Halldór Pétur Þorsteinsson, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Árborg, vill að atvinnustarfsemin þróist í átt að klasastarfsemi sem myndi þá hýsa alls konar starfsemi.vísir/stöð2 Sameining styrki allt svæðið Áskorunum sveitarfélaga hefur víða verið mætt með sameiningum. Á Austfjörðum er mikið rætt um frekari möguleika á slíku. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans í Fljótsdalshéraði, segir að það myndi styrkja allt svæðið og gera það að einu stærra og betra atvinnusvæði. Nú þegar með sameiningu Breiðdalsvíkur við Fjarðarbyggð hefur verið ákveðið að sameina grunnskólana í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði en með það að markmiði að vaxa er reynt að höfða til barnafólks í mörgum sveitarfélögum. „Það sem við erum með á prjónunum er að lækka beinan kostnað foreldra af skólagöngu barna sinna,“ segir Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð, tekur í svipaðan streng. „Einnig viljum við fara í það að bæta þjónustu og þar með talið endurskoða gjaldskrár. Til að mynda ætlum við að lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk.“Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti MMM í Bolungarvík, segir miklu fleira þurfa til en laxinn og spyr hvað gerist ef laxinn kemur síðan ekki.vísir/stöð2Það verður að vera meira í boði Háskólanám heldur síðan unga fólkinu í bænum en svo þarf að bjóða háskólamenntuðu fólki upp á vinnu. „Fiskvinnsla var aðalmálið á Stokkseyri og Eyrarbakka en ég myndi vilja sjá svæðið þróast þannig að það væri svona klasastarfsemi þar sem væri pláss fyrir alls konar hluti,“ segir Halldór Pétur Þorsteinsson, oddviti Vinstri grænna í Árborg. „Við viljum fara í að vinna nýja atvinnustefnu fyrir Akraneskaupstað. Síðasta stefna var gefin út í maí 2014. Hún var vel unnin og góð markmið sem koma þar fram en vantaði kannski að halda síðan áfram með hreina og klára aðgerðaáætlun,“ segir Valgarður Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi. Fjölbreytni er lykilorðið. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á það að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan ekki lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti MMM í Bolungarvík. Þótt samgöngumálin séu á hendi ríkisins eru sveitarstjórnarmenn með ýmsar hugmyndir, til dæmis skosku leiðina í innanlandsflugi, og í Vestmannaeyjum tók bærinn málið í eigin hendur með rekstri á nýrri ferju. Í Reykjanesbær eru svipaðar hugmyndir varðandi heilbrigðisþjónustu, það er að sveitarfélagið komi að rekstri heilsugæslunnar með samningi við ríkið.Þriðji málefnaþáttur Stöðvar 2 vegna sveitarstjórnarkosninganna verður á dagskrá á þriðjudagskvöld strax að loknum kvöldfréttum. Þá verður fjallað um húsnæðismálin. Fréttaskýringar Kosningar 2018 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. Þá er það einnig verkefni sveitarstjórna að þrýsta á ríkið og sinna nokkurs konar hagsmunagæslu fyrir sitt sveitarfélag, þegar það kemur til dæmis að samgöngumálum og heilbrigðisþjónstu.Fleiri flutt í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir Viðsnúningur í íbúaþróun úti á landi hefur lagt ný verkefni á herðar sveitarstjórna en eftir til dæmis mikla fólksfækkun síðustu áratugi er Ísfirðingum aðeins farið að fjölga á ný. Nú er því von um að grunnskólinn á Ísafirði fari að fyllast af börnum. „Hér þarf að byggja við eina deild við leikskólann því börnum hefur fjölgað og það er það sem við viljum sjá,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði. Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð, segir að sveitarfélagið hafi verið að glíma við ýmis jákvæð verkefni varðandi uppbyggingu og íbúafjölgun. Þá segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, að það hafi í raun fleiri flutt í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. „Það voru vaxtaverkir. Það fluttu í rauninni mun fleiri í bæinn en bjartsýnustu spár gerðu ráð og það kom leiðindatímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla,“ segir Hilda Jana. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg, segir fjölgun íbúa gleðiefni. Það fylgi því þó áskoranir. „Það er auðvitað gleðilegt hvað það er að fjölga íbúum en við verðum að geta tekið á móti þeim, menn hafa sofið á verðinum hvað það varðar.“Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir að margir séu óþreyjufullir og vilji að meira sé gert í íþrótta-og æskulýðsmálum.Vísir/stöð2Þarf að auka möguleika til menntunar Á Hornafirði er síðan kennaraskortur. „Síðan er það kennaraskortur. Menntaðir kennarar og leikskólakennarar eru að fara til annarra starfa, jafnvel ferðaþjónustu,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði. Sveitarfélögin leggja kapp á að halda ungmennunum sínum í bænum sem lengst. „Við eigum ekki í vandræðum með að laða til okkar ungt fólk. Til dæmis eftir að við tókum upp samstarf við strætó um almenningssamgöngur er miklu auðveldara að stunda nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði. Til þess að halda í ungmennin þarf vissulega að auka möguleika til menntunar en einnig aðra þjónustu. „Ég finn fyrir því að það vantar líkamsrækt þegar það er verið að fara að loka einu líkamsræktinni á Ísafirði,“ segir Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Ísfirðingur. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir marga óþreyjufulla að fá meira inn í sína málaflokka, til dæmis til íþrótta-og æskulýðsmála. Hann segir það eðlilegt en fyrst núna er hægt að spýta í á ákveðnum stöðum.Kristbjörg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Austurfrétt á Reyðarfirði, segir lykilatriði að ná því í gegn að innanlandsflugið verði að almenningssamgöngum.vísir/stöð2Lykilatriði að innanlandsflug verði að almenningssamgöngum Á meðan sum sveitarfélög mega hafa sig öll við í að halda grunnþjónustunni uppi á meðan íbúum fjölgar mikið mega önnur keppast við að halda grunnþjónustu uppi fyrir of fáa íbúa. Þannig eru 23 nemendur í leik-og grunnskólanum á Stöðvarfirði. „Þeim hefur fækkað svolítið hratt undanfarið. Við vorum 30 fyrir tíu árum síðan og 50 fyrir 20 árum. Það vantar yngra fólk, það er bara staðreynd, og atvinnutækifærum hefur fækkað,“ segir Jónas E. Ólafsson, skólastjóri á Stöðvarfirði. Atvinnutækifæri. Það er sama hvort íbúum fjölgi eða fækki. Fjölbreytt atvinna er grundvöllur þess að byggja upp gott samfélag og í mörgum sveitarfélögum kalla heimamenn eftir því að atvinnulífið sé eflt. Samgöngumálin eru síðan mjög mörgum ofarlega í huga enda stækka þær atvinnusvæðið, laða að íbúa, auka framboð þjónustu með samstarfi nágrannasveitarfélaga og bæta öryggi þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Fjarðarheiðagöng, Kjalarnesvegur, innanlandsflug, Teigsskógur. Samgöngur eru á allra vörum. „Það eru fyrirtæki sem hafa sýnt áhuga á að koma hingað en treysta ekki samgöngunum. Þetta er undirstaða alls,“ segir Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður á Seyðisfirði. „Við erum sífellt að herja á stjórnvöld og skila okkur inn í 21. Öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg, oddviti Sjálfstæðisflokka og óháðra, í Vesturbyggð. Kristbjörg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Austurfrétt á Reyðarfirði, segir lykilatriði að ná því í gegn að innanlandsflugið verði að almenningssamgöngum. „Því þetta er bara ekki hægt. Við erum að borga svona 17-25 þúsund krónur aðra leiðina.“ Oddvitar flokkanna þriggja sem bjóða fram í Vestmannaeyjum eru sammála um að ekki verði unað við stopular samgöngur. „Við sem búum hérna erum komið með upp í kok af því hvernig samgöngurnar hafa verið. Okkur finnst okkur ekki hafa verið sinnt,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að það sé til skammar fyrir íslenska ríkið að haga málum þannig að Íslendingar þurfi að fæðast í Reykjavík.Vísir/stöð2Til skammar að Íslendingar þurfi að fæðast í Reykjavík Erfiðar samgöngur hafa svo bein áhrif á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega þar sem illa gengur að halda þjónustunni uppi. Í Vesturbyggð þurfa íbúar til að mynda að fara langa leið eftir læknisþjónustu, jafnvel þótt það sé sjúkrahús á Patreksfirði. Er það vegna þess að ekki fást sérfræðingar til starfa. Þannig er staðan víðar um land. „Það hafa nú fæðst börn í eyjum en mikið færri en við vildum. Mér þykir það hreinlega til skammar fyrir íslenska ríkið að haga málum þannig að Íslendingar skuli þurfa að fæðast í Reykjavík. Það er ekki leggjandi á fleiri börn en fyrir var,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hagsmunagæsla er því eitt mikilvægasta hlutverk sveitarstjórna og mögulega stærsta áskorunin. „Það er sérstakt að helstu kosningmálin hérna eru á forræði. Ég hef stundum líkt því að vera í bæjarstjórn við það að vera ísjaki. Það er svona 10 prósent sem er á yfirborðinu og 90 prósent sem gerist undir vatninu,“ segir Daníel, oddviti Sjálfstæðismanna á Ísafirði. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð, segir að sveitarfélög þurfi að taka sig saman í að berjast fyrir þeim málum sem snúa að ríkinu. Hagsmunagæslan snýr fyrst og fremst að aðgengi að mikilvægri grunnþjónustu. „Og flugið er þar algjört lykilatriði og þar verður krepptur hnefinn á næstunni,“ segir Elliði, bæjarstjóri í Eyjum. Til að auðvelda aðgengi þarf síðan betri samgöngur. „Við erum búin að vera að tala við ráðamenn og hljótum afskaplega lítinn hljómgrunn,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans á Ísafirði.Samgöngumál eru Páli Björgvin Guðmundssyni, bæjarstjóra á Reyðarfirði, hugleikin.vísir/stöð2Sveitarfélagið Fjarðarbyggð er orðið ansi víðfemt eftir sameiningu sem kallar á betri samgöngur milli byggðarkjarna. „Sveitarfélögin hérna hafa stofnað með sér fyrirtæki sem heitir Strætisvagnar Austurlands og þetta sveitarfélag hlýtur að setja á oddinn að skipuleggja samgöngur enn betur svo fólk geti farið á mili staða og nýtt betur þá þjónustu sem er í gangi því það er ekki hægt að hafa allt alls staðar,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri á Reyðarfirði. Eftir að mörg samfélög misstu lífæð sína, sjómennsku og fiskvinnslu, þarf að róa á önnur mið og þá érstaklega þar sem ferðaþjónusta hefur ekki skotið rótum. Fyrir vestan hefur laxeldi glætt Suðurfirði lífi og beðið er eftir leyfi til að fara í laxeldi í Djúpinu. „Það varð algjör viðsnúningur á samfélaginu þegar eldið byrjaði þar og ég held að fólk á norðursvæðinu sé að bíða og vona að það verði raunin hérna líka,“ segir Þorsteinn Másson, starfsmaður Arnarlax í Bolungarvík. En sama hvort ferðaþjónusta dafni eða ekki þá vantar víða sérfræðistörf. „Þetta hefur lengi verið láglaunasvæði, þjónustusvæði, þjónusta ferðaþjónustu og iðnað. Þannig að það þarf að laða fyrirtæki hérna að, sérstaklega á Selfoss, svo fólk fái störf við sitt hæfi,“ segir Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, í Árborg.Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, vill bæði endurskoða skjaldskrár og bæta þjónustu. Það yrði til þess laða að fjölskyldufólk.vísir/stöð2Áskoranir sveitarfélaga snúast um að byggja sem hæsta þjónustustigið með tilheyrandi hagsmunagæslu því markmiðið er alltaf að fjölga íbúum. „Ég vil sjá fleiri íbúa. Ég vil sjá fjölgun í sveitarfélaginu og þar af leiðandi hærra þjónustustig því hver íbúi sem er með lögheimili í sveitarfélaginu skilar x tekjum í sveitasjóð sem býður upp á fleiri tækifæri fyrir heildina og bætta þjónustu,“ segir Alex Sæland sem skipar 3. sæti Þ-listans í Bláskógabyggð. Áskorunum sveitarfélaga hefur víða verið mætt með sameiningum. Á Austfjörðum er mikið rætt um frekari möguleika á slíku. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans í Fljótsdalshéraði, segir að það myndi styrkja allt svæðið og gera það að einu stærra og betra atvinnusvæði. Nú þegar með sameiningu Breiðdalsvíkur við Fjarðarbyggð hefur verið ákveðið að sameina grunnskólana í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði en með það að markmiði að vaxa er reynt að höfða til barnafólks í mörgum sveitarfélögum. „Það sem við erum með á prjónunum er að lækka beinan kostnað foreldra af skólagöngu barna sinna,“ segir Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð, tekur í svipaðan streng. „Einnig viljum við fara í það að bæta þjónustu og þar með talið endurskoða gjaldskrár. Til að mynda ætlum við að lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk.“Halldór Pétur Þorsteinsson, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Árborg, vill að atvinnustarfsemin þróist í átt að klasastarfsemi sem myndi þá hýsa alls konar starfsemi.vísir/stöð2 Sameining styrki allt svæðið Áskorunum sveitarfélaga hefur víða verið mætt með sameiningum. Á Austfjörðum er mikið rætt um frekari möguleika á slíku. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans í Fljótsdalshéraði, segir að það myndi styrkja allt svæðið og gera það að einu stærra og betra atvinnusvæði. Nú þegar með sameiningu Breiðdalsvíkur við Fjarðarbyggð hefur verið ákveðið að sameina grunnskólana í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði en með það að markmiði að vaxa er reynt að höfða til barnafólks í mörgum sveitarfélögum. „Það sem við erum með á prjónunum er að lækka beinan kostnað foreldra af skólagöngu barna sinna,“ segir Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð, tekur í svipaðan streng. „Einnig viljum við fara í það að bæta þjónustu og þar með talið endurskoða gjaldskrár. Til að mynda ætlum við að lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk.“Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti MMM í Bolungarvík, segir miklu fleira þurfa til en laxinn og spyr hvað gerist ef laxinn kemur síðan ekki.vísir/stöð2Það verður að vera meira í boði Háskólanám heldur síðan unga fólkinu í bænum en svo þarf að bjóða háskólamenntuðu fólki upp á vinnu. „Fiskvinnsla var aðalmálið á Stokkseyri og Eyrarbakka en ég myndi vilja sjá svæðið þróast þannig að það væri svona klasastarfsemi þar sem væri pláss fyrir alls konar hluti,“ segir Halldór Pétur Þorsteinsson, oddviti Vinstri grænna í Árborg. „Við viljum fara í að vinna nýja atvinnustefnu fyrir Akraneskaupstað. Síðasta stefna var gefin út í maí 2014. Hún var vel unnin og góð markmið sem koma þar fram en vantaði kannski að halda síðan áfram með hreina og klára aðgerðaáætlun,“ segir Valgarður Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi. Fjölbreytni er lykilorðið. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á það að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan ekki lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti MMM í Bolungarvík. Þótt samgöngumálin séu á hendi ríkisins eru sveitarstjórnarmenn með ýmsar hugmyndir, til dæmis skosku leiðina í innanlandsflugi, og í Vestmannaeyjum tók bærinn málið í eigin hendur með rekstri á nýrri ferju. Í Reykjanesbær eru svipaðar hugmyndir varðandi heilbrigðisþjónustu, það er að sveitarfélagið komi að rekstri heilsugæslunnar með samningi við ríkið.Þriðji málefnaþáttur Stöðvar 2 vegna sveitarstjórnarkosninganna verður á dagskrá á þriðjudagskvöld strax að loknum kvöldfréttum. Þá verður fjallað um húsnæðismálin.
Fréttaskýringar Kosningar 2018 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira