Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu sett á fót Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:17 Frá kynningarfundinum í dag. Stjórnarráðið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að auka til muna fjármuni til að efla og þróa heilsugæsluþjónustu um allt land. „Markmiðið er ekki síst að jafna aðgengi landsmanna að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum“ segir heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þróunarmiðstöðin muni leiða faglega þróun allar heilsugæsluþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem tryggir sjálfstæði miðstöðvarinnar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöðin starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 230 milljónir króna. Reiknað er með um 13 stöðugildum við miðstöðina, með áherslu á breiða fagþekkingu.Gæðavísar innleiddir Fyrirrennari Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar er Þróunarstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem starfrækt hefur verið innan stofnunarinnar frá árinu 2009. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu mun byggja á grunni hennar, en fær aukið sjálfstæði, víðtækara hlutverk og mun sem fyrr segir leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu, hvort sem hún er veitt af hinu opinbera eða einkarekin. Auk þess að stuðla að nýjungum og þróun þjónustuúrræða í samræmi við helstu áskoranir á sviði lýðheilsu mun Þróunarmiðstöðin annast innleiðingu gæðavísa, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Samræming og samhæfing þjónustu á landsvísu er eitt af meginmarkmiðunum með stofnun miðstöðvarinnar, þannig að betur megi tryggja jafnræði landsmanna og aðgang þeirra að sambærilegri heilsugæsluþjónustu, hvar sem fólk býr. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem í situr fulltrúi frá hverri heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ræður forstöðumann Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og veitir hann fagráðinu forystu.Ætlað að efla faglegan styrk í dreifðum byggðum Horft er til þess að með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar skapist stóraukin tækifæri fyrir fagfólk heilsugæslunnar um allt land, til virkrar þátttöku í gæða- og þróunarverkefnum sem torvelt hefur verið að sinna á minni stöðum. Þetta muni styrkja faglegt starf innan heilsugæslu á landsbyggðinni og einnig skapa aukin tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu milli stofnana og rekstrareininga. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð sem kveður á um starfsemi Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og verður hún birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að auka til muna fjármuni til að efla og þróa heilsugæsluþjónustu um allt land. „Markmiðið er ekki síst að jafna aðgengi landsmanna að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum“ segir heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þróunarmiðstöðin muni leiða faglega þróun allar heilsugæsluþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem tryggir sjálfstæði miðstöðvarinnar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöðin starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 230 milljónir króna. Reiknað er með um 13 stöðugildum við miðstöðina, með áherslu á breiða fagþekkingu.Gæðavísar innleiddir Fyrirrennari Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar er Þróunarstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem starfrækt hefur verið innan stofnunarinnar frá árinu 2009. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu mun byggja á grunni hennar, en fær aukið sjálfstæði, víðtækara hlutverk og mun sem fyrr segir leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu, hvort sem hún er veitt af hinu opinbera eða einkarekin. Auk þess að stuðla að nýjungum og þróun þjónustuúrræða í samræmi við helstu áskoranir á sviði lýðheilsu mun Þróunarmiðstöðin annast innleiðingu gæðavísa, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Samræming og samhæfing þjónustu á landsvísu er eitt af meginmarkmiðunum með stofnun miðstöðvarinnar, þannig að betur megi tryggja jafnræði landsmanna og aðgang þeirra að sambærilegri heilsugæsluþjónustu, hvar sem fólk býr. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem í situr fulltrúi frá hverri heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ræður forstöðumann Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og veitir hann fagráðinu forystu.Ætlað að efla faglegan styrk í dreifðum byggðum Horft er til þess að með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar skapist stóraukin tækifæri fyrir fagfólk heilsugæslunnar um allt land, til virkrar þátttöku í gæða- og þróunarverkefnum sem torvelt hefur verið að sinna á minni stöðum. Þetta muni styrkja faglegt starf innan heilsugæslu á landsbyggðinni og einnig skapa aukin tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu milli stofnana og rekstrareininga. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð sem kveður á um starfsemi Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og verður hún birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira