Sjá einnig: Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum
Við sögðum frá því í marslok að Matvælastofnun hefði gefið eigendum Dýraríkisins nokkurra daga frest til að flytja um 360 unga skrautfugla úr landi eða aflífa þá ella vegna þess að norræni fuglamítillinn fannst á einum þeirra.
Tvær kærur vegna málsins
Þórarinn Þór eigandi þeirra hefur frá upphafi haldið því fram að hægt væri að meðhöndla fuglana. MAST hefur hafnað því en ekki væri nógur tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Þórarinn hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar og í dag var yfirdýralæknir MAST látinn vita að fyrirliggjandi kæru í málinu.„Yfirdýralæknir hefur hvorki heimilað okkur né fyrirskipað meðferð á dýrunum við meintu smiti. Við höfum rætt við dýralækna sem þora ekki að gera neitt nema Matvælastofnun eða dýralæknir svo skipi. Þannig að við höfum ákveðið og höfum í undirbúningi að kæra yfirdýralækni til lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á lögum um dýravelferð og brot á lögum um dýralækna,“ segir Þórarinn.
Telur hægt að meðhöndla fuglana
Þórarinn er sá eini sem má fara inní sóttkvínna og tók myndir þar í dag. Hann vonar að leyfi fáist til að meðhöndla fuglana sem fyrst svo þeir komist þaðan.„Þeir eru alveg merkilega frískir en það er ekki hollt fyrir þá að vera svona lengi í sóttkví. Einu samskiptin sem þeir hafa eru við hvorn annan og mig en ég er sá eini sem fæ að fara inn og sinna þeim þannig að það er löngu, löngu tímabært að koma þeim úr sóttkvínni og klára meðhöndlun,“ segir Þórarinn að lokum.