Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. mars 2018 19:30 Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn. Dýr Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn.
Dýr Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent