Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:15 Katrín Jakobsdóttir var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Stöð 2 „Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16