Erlent

Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frávik hita í apríl frá meðaltali 20. aldarinnar.
Frávik hita í apríl frá meðaltali 20. aldarinnar. NOAA
Nýliðinn aprílmánuður var fjögur hundraðasti mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti jarðar mældist yfir meðaltali 20. aldarinnar. Síðast mældist mánaðarhiti á jörðinni undir meðaltalinu í febrúar árið 1985 samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA).

Hitinn í apríl var undir þeim sem mældist árin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið bættist ofan á hnattræna hlýnun. Þannig telur NOAA apríl nú þriðja hlýjasta aprílmánuð frá því að mælingar hófust árið 1880. Fjórir fyrstu mánuðir ársins eru þeir fimmtu hlýjustu frá upphafi.

Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum í sögunni hafa átt sér stað frá árinu 2005.

Í Evrópu var víða hlýrra en vanalega og í nokkrum löndum var hlýindamet fyrir apríl slegið. Ekki hefur verið hlýrra í Evrópu að meðaltali í apríl frá árinu 1910.

Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í apríl var sú önnur minnsta frá því að gervihnattaathuganir hófust fyrir 39 árum. Hún var 6,8% undir meðaltali áranna 1981-2010 samkvæmt skýrslu NOAA fyrir apríl og hefur aðeins mælst minnist í apríl árið 2016. Aldrei hefur mælst minni hafís á Beringshafi og á Barentshafi var hafísinns undir meðaltali.

Á suðurskautinu mældist útbreiðsla hafíssins í apríl sú fimmta minnsta í þeim mánuði, 12,3% undir meðaltali sama tímabils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×