Margir íhugað sjálfsvíg Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Pieta samtökin efna til göngu í ljósið þann 12. maí næstkomandi. Þessi mynd var tekin í göngu sem var farin vorið 2016. „Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00
Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“