Spurningalistanum var lekið til New York Times og má finna á fimmta tug spurninga á listanum. Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu ásamt ýmsu öðru.
Mueller, sem rannsakar meint afskipti Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, er sagður hafa látið lögræðiteymi Trump spurningarnar í té.
Líkt og vanalega þegar Trump þarf að tjá sig um málefni líðandi stundar greip hann til Twitter þar sem hann gagnrýndi harkalega að spurningunum hafi verið lekið til fjölmiðla og kallaði hann rannsókn Mullers „Rússnesku Nornaveiðarnar“.
Í öðru tísti sagði Trump að „Það er erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei átti sér stað.“
Óvíst er hvort að Mueller muni fá svar við spurningunum en Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og nýr lögfræðingur Trump í málum sem tengjast rannsókninni hitti Mueller í síðustu viku.
So disgraceful that the questions concerning the Russian Witch Hunt were “leaked” to the media. No questions on Collusion. Oh, I see...you have a made up, phony crime, Collusion, that never existed, and an investigation begun with illegally leaked classified information. Nice!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018
It would seem very hard to obstruct justice for a crime that never happened! Witch Hunt!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018