Hærri launakostnaður Icelandair áhyggjuefni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Vél Icelandair lendir á Heathrow. Vísir/Getty Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára. Er það umtalsvert meiri hækkun en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þróunin er áhyggjuefni að mati hagfræðideildar Landsbankans. „Launakostnaður í flugi er reyndar alþjóðlegt áhyggjuefni en Icelandair má síst við miklum hækkunum,“ segir í viðbrögðum sérfræðinga Landsbankans við uppgjöri ferðaþjónustufyrirtækisins sem birt var á mánudag. Sjá einnig: Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Rekstrarkostnaður Icelandair Group var 286 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 23 prósent á milli ára. Þar munaði mestu um hærri launa- og starfsmannakostnað. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að sá kostnaður yrði um 98 milljónir dala á tímabilinu, sem er í takt við spár fleiri greinenda, en hann reyndist hins vegar vera 113 milljónir dala, líkt og áður sagði. Benda sérfræðingar bankans á að útlit sé fyrir að launakostnaðurinn hækki um ríflega 100 milljónir dala á milli ára. Í afkomutilkynningu Icelandair Group er tekið fram að helmingur hækkunarinnar á launakostnaði skýrist af styrkingu íslensku krónunnar gagnvart dalnum, en nær allur launakostnaður samstæðunnar er í krónum. Þá hafi stöðugildum samstæðunnar fjölgað á tímabilinu og laun samkvæmt samningum hækkað. Fjölgun stöðugilda megi rekja til annars vegar fjölgunar áhafna vegna vaxtar félagsins og hins vegar til þess að ákveðið hafi verið að „vinna ákveðnu vinnu með eigin starfsmönnum í stað þess að kaupa þjónustuna af þriðja aðila“. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára. Er það umtalsvert meiri hækkun en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þróunin er áhyggjuefni að mati hagfræðideildar Landsbankans. „Launakostnaður í flugi er reyndar alþjóðlegt áhyggjuefni en Icelandair má síst við miklum hækkunum,“ segir í viðbrögðum sérfræðinga Landsbankans við uppgjöri ferðaþjónustufyrirtækisins sem birt var á mánudag. Sjá einnig: Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Rekstrarkostnaður Icelandair Group var 286 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 23 prósent á milli ára. Þar munaði mestu um hærri launa- og starfsmannakostnað. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að sá kostnaður yrði um 98 milljónir dala á tímabilinu, sem er í takt við spár fleiri greinenda, en hann reyndist hins vegar vera 113 milljónir dala, líkt og áður sagði. Benda sérfræðingar bankans á að útlit sé fyrir að launakostnaðurinn hækki um ríflega 100 milljónir dala á milli ára. Í afkomutilkynningu Icelandair Group er tekið fram að helmingur hækkunarinnar á launakostnaði skýrist af styrkingu íslensku krónunnar gagnvart dalnum, en nær allur launakostnaður samstæðunnar er í krónum. Þá hafi stöðugildum samstæðunnar fjölgað á tímabilinu og laun samkvæmt samningum hækkað. Fjölgun stöðugilda megi rekja til annars vegar fjölgunar áhafna vegna vaxtar félagsins og hins vegar til þess að ákveðið hafi verið að „vinna ákveðnu vinnu með eigin starfsmönnum í stað þess að kaupa þjónustuna af þriðja aðila“.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00