Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:30 Harold Bornstein, fyrrverandi læknir Donald Trump. Vísir/Getty Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna