Hjólað í vinnuna átakið hafið Hjólað í vinnuna kynnir 2. maí 2018 10:45 Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Vísir/Anton Brink Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsmanna á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel frá upphafi og verkefnið skapað alla jafna góða stemningu á vinnustöðum landsins. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra. Hjólað í vinnuna var sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Alma Dagbjört Möller, landlæknir, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að ógleymdum Frímanni Gunnarssyni, þáttastjórnanda með meiru fluttu stutt ávörp á meðan að gestir gæddu sér á léttum og ljúffengum veitingum. Að því loknu hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað. Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á hjoladivinnuna.is.Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmenn Vínbúðarinnar lýsa hjólaátaki síns vinnustaðar. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsmanna á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel frá upphafi og verkefnið skapað alla jafna góða stemningu á vinnustöðum landsins. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra. Hjólað í vinnuna var sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Alma Dagbjört Möller, landlæknir, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að ógleymdum Frímanni Gunnarssyni, þáttastjórnanda með meiru fluttu stutt ávörp á meðan að gestir gæddu sér á léttum og ljúffengum veitingum. Að því loknu hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað. Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á hjoladivinnuna.is.Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmenn Vínbúðarinnar lýsa hjólaátaki síns vinnustaðar.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira