Viðskipti innlent

Einar Snorri Magnússon nýr forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi

Sylvía Hall skrifar
Einar hefur starfað hjá Coca-Cola á Íslandi í 13 ár og sinnt ýmsum stjórnunarstörfum.
Einar hefur starfað hjá Coca-Cola á Íslandi í 13 ár og sinnt ýmsum stjórnunarstörfum. Vísir/CCEP/Anton
Einar Snorri Magnússon hefur tekið við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi af Carlos Cruz.

Einar hefur starfað hjá Coca-Cola á Íslandi (áður Vífilfell) í 13 ár og sinnt ýmsum stjórnunarstörfum en síðastliðin 3 ár hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs. 



„Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og það er mikill heiður að taka við þessari stöðu. Coca-Cola hefur verið hluti af þjóðarsálinni í 76 ár og við seljum ýmsar af ástkærustu drykkjarvörum landsmanna. Við erum í stöðugri þróun, bæði fyrirtækið sjálft sem og vörurnar sem við seljum, og höfum til að mynda verið leiðandi á sviði sjálfbærni hér á landi.  Ég tek við góðu búi af Carlos, hann hefur leitt árangursríka innleiðingu okkar í CCEP og við þökkum honum óeigingjarnt starf síðastliðin 3 ár,“ segir Einar en hann er með B.Sc. í Alþjóðamarkaðssfræði frá Tækniskóla Íslands og MBA frá Edinborgarháskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×