Þurfum markvissari fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifar 3. maí 2018 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun